miðvikudagur, 6. mars 2013

Æfingar falla niður í dag 6.mars hjá ÍR Handbolta vegna veðurs

Í ljósi tilmæla lögreglu í dag um að hvetja fólk til að vera heima vegna þess að það er ekkert ferðaveður og ljóst að Íþróttavagn ÍR kemst ekki ferða sinna hefur verið ákveðið að fella niður alla æfingar í dag hjá ÍR Handbolta. Tilkynningar komnar inn á öll bloggsvæði og þjálfarar senda einnig póst á foreldra til öryggis.
 

miðvikudagur, 13. febrúar 2013

Skyldumæting í Austurberg í kvöld þegar við tökum á móti Haukum í 8-liða úrslitum

 
Við tökum á móti Haukum í 8 liða úrslitum Símabikars í kvöld mið. 13.feb. í Austurbergi kl. 19:00.    Það verður ekkert gefið eftir og er Fiskbúð Hólmgeris styrktaraðili að svaðalegu ljósashow fyrir leik sem byrjar kl. 18:50.   Þegar ljósashow fer í gang verður „Blackout „ í húsinu og tónlist sett í botn og „Stuðningsmannasveitin“ mun lemur trommurnar í takt við tónlistina.
 
Þetta verður hrikalegt , enda ætlum við ekki að gefa þumlung eftir, þar sem við ætlum okkur að fara í úrslitaleikinn í Símabikarnum, ná þar í bikar og drekkja honum í Breiðholtslaug til að halda í þá hefð sem „Leiknir“ kom af stað fyrr í vikunni.
 
Mætum tímanlega og góða skemmtun !!!
 
Mætum tímanlega og góða skemmtun !!!

 
Við vekjum athygli á því að þar sem um bikarleik er að ræða gilda Aðeins A- og B-aðgönguskírteini frá HSÍ en hvorki C-kort né árskort ÍR þar sem innkoma á bikarleikjum skiptist á milli heimaliðs og aðkomuliðs samkv. reglugerðum HSÍ.     
 

sunnudagur, 28. október 2012

Æfingagjöld haustönn 2012

Kæra foreldri/forráðamaður.

Því miður hefur gengið illa að innheimta æfingagjöld á haustönn 2012 hjá handknattleiksdeild ÍR.  Mjög mikilvægt er að við fáum æfingagjöldin greidd á réttum tíma svo við getum borgað þjálfurum laun.  Ef þú hefur ekki þegar greitt þá biðjum við ykkur vinsamlega að drifa í því.

Til að greiða er hægt að fara inn á þessa slóð: 
https://ir.felog.is/ og greiða með kredit korti eða hafa samband við Sigrúnu á skrifstofu ÍR í síma 5877080 eða senda henni póst í sigrun@ir.is 
Sigrún aðstoðar ykkur gjarnan við allt sem tengist 
frístundastyrknum sem þið getið notað til að greiða æfingagjöldin að fullu eða að hluta eftir því sem við á hjá hverjum og einum.

Kveðja

Barna og Unglingaráð handknattleiksdeildar ÍR

 

 

mánudagur, 15. október 2012

Tilmæli til forráðamanna!

Af gefnu tilefni viljum við biðja forráðamenn að sjá til þess að systkini iðkenda séu ekki að hlaupa inn á völlinn á meðan á æfingu stendur, þetta er truflandi fyrir þjálfara og skapar slysahættu.  Einnig viljum við benda á að það er stranglega bannað að leyfa krökkunum að príla í áhorfendabekkjum.  Með von um skilning

Kveðja
Barna og unglingaráð

fimmtudagur, 11. október 2012

ÞÍN VERSLUN Seljabraut

Núna þegar keppnisferðir hjá yngriflokkum út á land eru að fara af stað langar okkur til að benda á að Símon í Þína Verslun á Seljabraut er með góðan afslátt fyrir barna og unglingaflokka ÍR Handbolta.   Hafið samband við Símon og hann gerir mjög vel við ykkur, bæði verðlega og þjónustulega séð!  Þín Verslun Seljabraut er aðalstyrktaraðili Barna og unglingastarf ÍR Handbolta.

 

FACEBOOK síða Þín Verlun Seljabraut

mánudagur, 24. september 2012

Foreldrafundur 7. og 8.fl karla Þriðjudaginn 25 sept

Foreldrafundur 7. og 8.fl karla verður þriðjudaginn 25. sept. kl. 19:30 í ÍR heimilinu.
Það er áríðandi að foreldrar mæti á þennan fyrsta fund forelda, þjálfara og fulltrúa frá barna- og unglingaráði (BOGUR).

Efni fundar.
Kveðja, Þjálfarar og BOGUR