miðvikudagur, 13. febrúar 2013

Skyldumæting í Austurberg í kvöld þegar við tökum á móti Haukum í 8-liða úrslitum

 
Við tökum á móti Haukum í 8 liða úrslitum Símabikars í kvöld mið. 13.feb. í Austurbergi kl. 19:00.    Það verður ekkert gefið eftir og er Fiskbúð Hólmgeris styrktaraðili að svaðalegu ljósashow fyrir leik sem byrjar kl. 18:50.   Þegar ljósashow fer í gang verður „Blackout „ í húsinu og tónlist sett í botn og „Stuðningsmannasveitin“ mun lemur trommurnar í takt við tónlistina.
 
Þetta verður hrikalegt , enda ætlum við ekki að gefa þumlung eftir, þar sem við ætlum okkur að fara í úrslitaleikinn í Símabikarnum, ná þar í bikar og drekkja honum í Breiðholtslaug til að halda í þá hefð sem „Leiknir“ kom af stað fyrr í vikunni.
 
Mætum tímanlega og góða skemmtun !!!
 
Mætum tímanlega og góða skemmtun !!!

 
Við vekjum athygli á því að þar sem um bikarleik er að ræða gilda Aðeins A- og B-aðgönguskírteini frá HSÍ en hvorki C-kort né árskort ÍR þar sem innkoma á bikarleikjum skiptist á milli heimaliðs og aðkomuliðs samkv. reglugerðum HSÍ.     
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli