ATH Explorer vafrinn virkar ekki vel hér á síðunni. Chrome og Firefox virka fínt hægt að nálgast á www.filehippo.com
miðvikudagur, 6. mars 2013
Æfingar falla niður í dag 6.mars hjá ÍR Handbolta vegna veðurs
Í ljósi tilmæla lögreglu í dag um að hvetja fólk til að vera heima vegna þess að það er ekkert ferðaveður og ljóst að Íþróttavagn ÍR kemst ekki ferða sinna hefur verið ákveðið að fella niður alla æfingar í dag hjá ÍR Handbolta. Tilkynningar komnar inn á öll bloggsvæði og þjálfarar senda einnig póst á foreldra til öryggis.
miðvikudagur, 13. febrúar 2013
Skyldumæting í Austurberg í kvöld þegar við tökum á móti Haukum í 8-liða úrslitum
Við tökum á móti Haukum í 8 liða úrslitum Símabikars í kvöld mið. 13.feb. í Austurbergi kl. 19:00. Það verður ekkert gefið eftir og er Fiskbúð Hólmgeris styrktaraðili að svaðalegu ljósashow fyrir leik sem byrjar kl. 18:50. Þegar ljósashow fer í gang verður „Blackout „ í húsinu og tónlist sett í botn og „Stuðningsmannasveitin“ mun lemur trommurnar í takt við tónlistina.
Þetta verður hrikalegt , enda ætlum við ekki að gefa þumlung eftir, þar sem við ætlum okkur að fara í úrslitaleikinn í Símabikarnum, ná þar í bikar og drekkja honum í Breiðholtslaug til að halda í þá hefð sem „Leiknir“ kom af stað fyrr í vikunni.
Mætum tímanlega og góða skemmtun !!!
Við vekjum athygli á því að þar sem um bikarleik er að ræða gilda Aðeins A- og B-aðgönguskírteini frá HSÍ en hvorki C-kort né árskort ÍR þar sem innkoma á bikarleikjum skiptist á milli heimaliðs og aðkomuliðs samkv. reglugerðum HSÍ.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)