þriðjudagur, 20. september 2011

Breyting á æfingum 8. flokks kvenna og karla

8. flokkar karla og kvenna munu æfa á sama tíma og 7. flokkar karla og kvenna.

Þjálfararnir Guðmundur og Bergur bíða spenntir eftir að hitta alla krakkana og við vitum að þeir eiga eftir að veita foreldrum og krökkum góðar móttökur og  falla vel í kramið hjá krökkunum enda tímarnir hressandi og skemmtilegir hjá þeim.

Strákarnir í 8. flokk árgangar 2004 og 2005 æfa á sama tíma og strákarnir í 7. flokk í 1/3 af húsunum. Á þriðjudögum í Seljaskóla kl.15:15-16:15 og á miðvikudögum í Austurbergi kl.17:25-18:25 (sjá Æfingar og Mót).

Stelpurnar í 8. flokk árgangar 2004 og 2005 æfa á sama tíma og stelpurnar í 7. flokk í 1/3 af húsunum. Á þriðjudögum í Austurbergi kl.18:15-19:15 og á miðvikudögum í Seljaskóla kl.17:30-18:30 (sjá Æfingar og Mót).

Biðjumst afsökunar á hringli með tímasetningu og skipulag æfinga fyrir þennan hóp, vonum að þessar breytingar verði til bóta.

Á næstu dögum verður farið í kynningarátak í alla skóla í Breiðholtinu og eigum við von á mun meiri þátttöku krakka í þessum aldurshópi á næstu vikum.

Kveðja, barna og unglingaráð (BOGUR)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli