Þjálfararnir Guðmundur og Bergur bíða spenntir eftir að hitta alla krakkana og við vitum að þeir eiga eftir að veita foreldrum og krökkum góðar móttökur og falla vel í kramið hjá krökkunum enda tímarnir hressandi og skemmtilegir hjá þeim.
Strákarnir í 8. flokk árgangar 2004 og 2005 æfa á sama tíma og strákarnir í 7. flokk í 1/3 af húsunum. Á þriðjudögum í Seljaskóla kl.15:15-16:15 og á miðvikudögum í Austurbergi kl.17:25-18:25 (sjá Æfingar og Mót).
Stelpurnar í 8. flokk árgangar 2004 og 2005 æfa á sama tíma og stelpurnar í 7. flokk í 1/3 af húsunum. Á þriðjudögum í Austurbergi kl.18:15-19:15 og á miðvikudögum í Seljaskóla kl.17:30-18:30 (sjá Æfingar og Mót).
Biðjumst afsökunar á hringli með tímasetningu og skipulag æfinga fyrir þennan hóp, vonum að þessar breytingar verði til bóta.
Á næstu dögum verður farið í kynningarátak í alla skóla í Breiðholtinu og eigum við von á mun meiri þátttöku krakka í þessum aldurshópi á næstu vikum.
Kveðja, barna og unglingaráð (BOGUR)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli