þriðjudagur, 11. október 2011

Tilkynningar fyrir 8. flokk verða á bloggsíðum 7. flokka

Þar sem búið er að sameina æfingatíma 7. og 8 flokks undir sömu þjálfara þá verða allar tilkynningar tengt 8. flokk byrtar á bloggsíðum karla og kvenna 7. flokks.

8. flokkur, stelpur: >>irstelpur7fl.blogspot.com<<

8. flokkur, strákar: >>irstrakar7fl.blogspot.com<<

þriðjudagur, 20. september 2011

Breyting á æfingum 8. flokks kvenna og karla

8. flokkar karla og kvenna munu æfa á sama tíma og 7. flokkar karla og kvenna.

Þjálfararnir Guðmundur og Bergur bíða spenntir eftir að hitta alla krakkana og við vitum að þeir eiga eftir að veita foreldrum og krökkum góðar móttökur og  falla vel í kramið hjá krökkunum enda tímarnir hressandi og skemmtilegir hjá þeim.

Strákarnir í 8. flokk árgangar 2004 og 2005 æfa á sama tíma og strákarnir í 7. flokk í 1/3 af húsunum. Á þriðjudögum í Seljaskóla kl.15:15-16:15 og á miðvikudögum í Austurbergi kl.17:25-18:25 (sjá Æfingar og Mót).

Stelpurnar í 8. flokk árgangar 2004 og 2005 æfa á sama tíma og stelpurnar í 7. flokk í 1/3 af húsunum. Á þriðjudögum í Austurbergi kl.18:15-19:15 og á miðvikudögum í Seljaskóla kl.17:30-18:30 (sjá Æfingar og Mót).

Biðjumst afsökunar á hringli með tímasetningu og skipulag æfinga fyrir þennan hóp, vonum að þessar breytingar verði til bóta.

Á næstu dögum verður farið í kynningarátak í alla skóla í Breiðholtinu og eigum við von á mun meiri þátttöku krakka í þessum aldurshópi á næstu vikum.

Kveðja, barna og unglingaráð (BOGUR)

mánudagur, 19. september 2011

Vertu vinur okkar - Nýtt Vefsvæði ÍR Handbolta á Facebook

Komdu og vertu vinur okkar á Facebook, sjáðu myndir, fáðu fréttir og svo margt meira skemmtilegt sem viðkemur handboltanum hjá ÍR.


Fara á nýja síðu með því að smella á mynd hér að ofan eða hlekk hér að neðan og "Like"

http://www.facebook.com/ÍR_Handbolti

Verið vinir okkar á þessu nýja svæði sem mun verða aðalsvæðið fyrir ÍR handboltan á Facebook.

ATH. Þetta þýðir einnig að allir núverandi vinir á gamla svæðinu þurfa að færa sig yfir á þetta nýja svæði ef þeir vilja halda áfram að fá fréttir frá okkur.

mánudagur, 12. september 2011

Æfingar 2011 - 2012

Náið í æfingatöflu fyrir tímabilið 2011-2012 hér að neðan þar sem koma fram tímar og nánari upplýsingar.

Félagið er einnig að taka í notkun nýtt skráningarkerfi og þurfa nú allir forráðamenn að skrá börn sín og ganga um leið frá greiðslu þar sem skráning fer ekki lengur í gegnum þjálfara.

Hér er slóðin inn á skráningarvefinn https://ir.felog.is/ og meðfylgjandi pdf skjal eru leiðbeiningar (smellið HÉR til að nálgast skjalið).

Kerfið er samtengt Rafrænni Reykjavík og því er mjög auðvelt að ráðstafa styrknum á sama tíma, sem svo dregst frá heildarupphæðinni. Kerfið býður uppá að geta skipt upp kreditkortagreiðslu á nokkur tímabil, allt eftir upphæð æfingagjalda. Ef greiða þarf með öðrum hætti þarf viðkomandi að koma á skrifstofu ÍR á skrifstofutíma kl.10:00-16:00.


Ná í æfingatöflu 2011 - 2012 Hér >> http://ir.is/media/PDF/Aefingatafla_Handknattleiksdeildar_1112.pdf <




Æfingatöflur eru einnig birtar á heimasíðunni hjá ÍR og á bloggsíðum flokkanna undir "Æfingar og Mót".

sunnudagur, 13. mars 2011