Nú hafa börn sem fædd eru 2005 og 2006 möguleika á því að æfa margar íþróttagreinar fyrir eitt og sama gjaldið. Með því einu að skrá sig í ÍR-unga geta þau fengið að fara á æfingar hjá nær öllum deildum félagsins þegar þeim hentar. Þetta er því kjörið tækifæri til að prófa allt sem við höfum upp á að bjóða, því ÍR-ungar mega valsa um hjá okkur. Á þessum aldri eru börn oft að fá sín fyrstu kynni af íþróttum og því er þetta frábær leið til að kynnast því besta sem við höfum uppá að bjóða hjá ÍR... Opnað verður fyrir skráningar í síðustu vikunni í ágúst og þá birtast einnig æfingatöflur deildanna á heimasíðunni.